Rúmlega 40 framúrskarandi fyrirtæki á Austurlandi

Alls 41 austfirsk fyrirtæki komast á nýbirtan lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2024 en uppfylla þarf fjölda strangra skilyrða til að komast á listann þann.

Creditinfo hefur árlega um fimmtán ára skeið greint rekstur íslenskra fyrirtækja og veitt þeim er fram úr standa í tilteknum rekstrarþáttum viðurkenningar í kjölfarið.

Skilyrðin fjölmörg sem uppfylla þarf en þar á meðal krafa um að fyrirtækið sé í besta lánshæfisflokki, ársreikningum sé skilað tímanlega og rekstrartekjur, hagnaður, eiginfjárhlutfall og eignir þurfa að ná tilteknu lágmarki til að öðlast hina árlegu viðurkenningu sem opinbert Framúrskarandi fyrirtæki.

Austurfrétt óskaði upplýsinga um fyrirtækin austanlands sem þessum markmiðum náði á þessu ári og þau telja alls 41 talsins. Þó með þeim formerkjum að Creditinfo telur Hornafjörð til Austurlands en ekki Suðurlands eins og flestir opinberir aðilar. Þar er einmitt staðsett eina fyrirtækið á listanum sem hefur hefur hlotið viðurkenninguna hvert einasta ár sem viðurkenningin hefur verið veitt en það er sjávarútvegsfyrirtækið Sigurður Ólafsson ehf.

Fyrirtækjunum er skipt niður í þrjá hluta: stór, meðalstór og lítil fyrirtæki og listinn 2024 er eftirfarandi:
 

Stór fyrirtæki

Síldarvinnslan

Eskja

Loðnuvinnslan

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga

Jökulsárlón ferðaþjónusta

Hvanney

Launafl

MVA

HEF-Veitur

Myllan

Útgerðarfélagið Vigur

Egersund Ísland

Þ.S. Verktakar

Vök Baths

Meðalstór fyrirtæki

Nestak

Fjallsárlón

G. Skúlason vélaverkstæði

Sigurður Ólafsson

Hótel Framtíð

Litlahorn

Ice lagoon

Verkstæði Svans

Hótel Smyrlabjörg

Þriftækni

Lostæti - Austurlyst

Erpur ehf

Funi ehf

Haki ehf

Eyfreyjunes

Jónsmenn

Tveir stubbar

Austurbrú

Egilsstaðahúsið ehf

Kári Borgar ehf

Mikael ehf

Lítil fyrirtæki

Héraðsprent

Akurnesbúið

Ís og ævintýri

Vaskur

Straumbrot

Pakkhús veitingar

Öll stóru sjávarútvegsfyrirtæki Austurlands standast hámarkskröfur Creditinfo nú sem hin síðustu árin. Mynd GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar