Ráðuneytið útilokar ekki viðræður við Fjarðabyggð um heilsugæsluna
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. jan 2010 14:16 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Heilbrigðisráðuneytið útilokar ekki viðræður um hvort bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð geti yfirtekið stjórn heilsugæslunnar í sveitarfélaginu.
„Ákveði bæjarráð að óska eftir viðræðum um yfirtöku á stjórn heilsugæslu í Fjarðabyggð er ráðuneytið að sjálfsögðu reiðubúið til að ræða slíkt erindi við bæjaryfirvöld,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn bæjarráðs Fjaraðbyggðar um hvort og með hvaða skilyrðum sveitarfélagið geti tekið yfir yfirstjórn heilsugæslunnar í Fjarðabyggð.Erindi sveitarfélagsins kemur í framhaldi af samþykkt áskorunar íbúafundar sem haldinn var á Eskifirði í byrjun nóvember. Þar var skorað á bæjarstjórn Fjarðabyggðar „að hefja nú þegar viðræður við heilbrigðisyfirvöld um að Fjarðabyggð taki við stjórn heilsugæslu í Fjarðabyggð (HSF) með samningum við viðkomandi yfirvöld.