Ráðuneytið útilokar ekki viðræður við Fjarðabyggð um heilsugæsluna

Heilbrigðisráðuneytið útilokar ekki viðræður um hvort bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð geti yfirtekið stjórn heilsugæslunnar í sveitarfélaginu.

 

Image„Ákveði bæjarráð að óska eftir viðræðum um yfirtöku á stjórn heilsugæslu í Fjarðabyggð er ráðuneytið að sjálfsögðu reiðubúið til að ræða slíkt erindi við bæjaryfirvöld,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn bæjarráðs Fjaraðbyggðar um hvort og með hvaða skilyrðum sveitarfélagið geti tekið yfir yfirstjórn heilsugæslunnar í Fjarðabyggð.

Erindi sveitarfélagsins kemur í framhaldi af samþykkt áskorunar íbúafundar sem haldinn var á Eskifirði í byrjun nóvember. Þar var skorað á bæjarstjórn Fjarðabyggðar „að hefja nú þegar viðræður við heilbrigðisyfirvöld um að Fjarðabyggð taki við stjórn heilsugæslu í Fjarðabyggð (HSF) með samningum við viðkomandi yfirvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.