Rússnesk Hamingja er... í Neskaupstað

Saga menningartengsla Neskaupstaðar og Rússlands teygir sig langt aftur. Sjöunda rússneska kvikmyndavikan á Íslandi var haldin fyrr í september en undanfarna viku hefur hún teygt anga sína út á land og því er við hæfi að nú á sunnudaginn verður rússneska kvikmyndin Hamingjan er… sýnd í Egilsbúð í Neskaupstað. 

 

Að rússnesku kvikmyndavikunni stendur Kvikmyndaframleiðslumiðstöðin NORFEST og sendiráð Rússlands á Íslandi með stuðningi Menningarmálaráðuneytis Rússlands og iCan ehf.

Happiness is… eða Hamingjan er… er ný mynd sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Samkvæmt Facebook síðu Rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin eftir ungt kvikmyndagerðafólk sem unnu handrita- og kvimyndasamkeppni og í verðlaun fengu þau að gera heila kvikmynd út frá sjö sögum og sem varð að þessari mynd

Myndin sýnd verður núna á sunnudagin 22. september kl. 16:00. Hún er með rússnesku tali og enskum texta. Tilvalin fyrir alla fjölskylduna segir einnig á Facbook síðu sendiráðsins. Aðgangur er ókeypis

Löng saga menningartengsla Rússlands og Neskaupstaðar 

Þrátt fyrir þessa einu sýningu á þessari rússnesku kvikmynd þá eiga Neskaupstaður og Rússland sér langa samtengda menningarsögu. „Hér var félagskapur eða deild úr MÍR, Menningartengls Íslands og Ráðstjórnarríkjanna og á vegum þeirra komu hérna mjög oft rússneskar bíómyndir og meira að segja komu hérna rússneskir listamenn og sýndir listir sýnar. Sérstaklega tónlistarmenn. Þetta voru algjörir topp listamenn og ég man vel eftir þeim. Síðustu heimsóknirnar sem ég man eftir voru eftir nítjáhundruð og áttatíu. Svo komu oft eins og nefndi áðan á vegum þessara samtaka bíómyndir sem sýndar voru í Gamla bíóinu hér í bænum, það er það langt síðan,“ segir Smári Geirsson kennari og sagnfræðingur. 

Síldarvinnsla hf. í Neskaupstaðar vill hvetja Austifirðinga alla til að sækja ætlar kvikmyndasýninguna á sunnudag og mun fyrirtækið bjóða upp á síldarsmárétti að henni lokinni.

Boris Shcerbakov, leikari. Mynd: stikla úr myndinni Hamingjan er...

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar