Rýming húsa stendur fram á morgundaginn

Með hliðsjón af veðurspá er gert er ráð fyrir að rýming húsa á Seyðisfirði verði áfram fram á morgundaginn að minnsta kosti. Staðan er þó metin reglulega. Næsta tilkynning lögreglu er fyrirhuguð um klukkan 17:00 í dag.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi. Þar segir einnig að samkvæmt veðurspá dagsins verður úrkomulítið á Seyðisfirði í dag en bætir svo í með kvöldinu og talsverðri rigningu spáð á morgun.

Þeir íbúar sem hug hafa á að sækja nauðsynjar, kanna ástand og eftir atvikum gera ráðstafanir, eru hvattir til að gefa sig fram í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Þar verða frekari upplýsingar veittar og aðstoð við að fara inn á rýmingarsvæðið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.