Sagði sig úr Flokki fólksins

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Norðausturkjördæmis, hefur sagt sig úr þingflokki Flokks fólksins.

Forseti Alþingis las upp úrsagnarbréf frá Jakobi við upphaf þingfundar í morgun. Hann segist þar með starfa á Alþingi utan þingflokka.

Í byrjun vikunnar varð ljóst að Jakob Frímann fengi ekki oddvitasætið á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Hann skipaði það í kosningunum 2021 og komst nokkuð óvænt á Alþingi en framboðið fékk byr í seglin síðustu dagana fyrir kosningar.

Á þingfundinum var einnig lagt fram frumvarp fjármálaráðherra um kílómetragjald á ökutæki, sem er ætlað að taka við af vörugjöldum á jarðefnaeldsneyti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar