Salt express á Egilsstöðum í útrás í næstu byggðalög

Þráinn Lárusson eigandi Salt segir að nýja vörulínan hjá þeim gangi vonum framar. Hann hyggst nú selja hana í nágrannabyggðalögunum.

„Það er svo hugmyndin hjá mér að fara í útrás víðar, til að byrja með norður fyrir og alla leið til Akureyrar,“ segir Þráinn.

Nýja vörulínan, Salt express, saman stendur af þremur „Taktu með“ réttum og ítölskættuðum ís. Um er að ræða sushi, poke, bento og gelato. Poke, sem ættað er frá Hawai, er salat blandað fiskmeti og nýtur vinsælda víða um heim, Bento er réttur sem á að baki gamla hefð í Japan en hans er fyrst getið í heimildum þar á 12. öld. Gelato byggir á ítalskri uppskrift í ísgerð og er mun þéttari í sér en hefðbundinn ís hérlendis.

„Við höfum verið með sushi árum saman,“ segir Þráinn. „Síðasta vetur keypti ég tvö rándýr suhsi vélmenni frá Japan. Mig minnir að þau hafi kostað á við japanskan smábíl hvort,“ segir Þráinn. „Og það liggur við að þau geti afkastað fyrrum ársframleiðslu Salts á einum degi. Ég ætlaði að nota þau frá og með síðasta vori til að anna eftirspurn en COVID setti strik í þann reikning.“

Hvað sölu á Salt express réttum í nærliggjandi byggðalögum og jafnvel víðar varðar segir Þráinn að hann sé að reyna að skapa sem mesta vinnu í heimabyggð sinni og byggja upp Salt þar.

„Við erum á næstu vikum að bæta við sælkeravörum í þessa línu okkar eins og reyktar gæsabringur og fleira,“ segir Þráinn. „Þannig að þetta er í stöðugri þróun.“

Aðspurður um afhverju hann hafi auglýst eftir bakara nýlega segir Þráinn að það sé þáttur í því sem þau eru að gera á næstunni.

„Ég get ekki upplýst mikið að svo stöddu hvað bakarann varðar en það verður mjög spennandi og skemmtilegt dæmi,“ segir hann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.