Sameining samþykkt á Fljótsdalshéraði

Íbúar á Fljótsdalshéraði samþykktu í dag sameiningu við Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Djúpavogshrepp.

Á kjörskrá voru 2595 manns. Af þeim greiddu 1390 atkvæði eða 53,5%

Já sögðu 1291 eða 92,9%. Nei sögðu 84 eða 6%
Auðir: 12
Ógildir 3:

Þar með er talningu lokið í öllum sveitarfélögunum fjórum og ljóst að sameiningin hefur verið samþykkt. Hún tekur formlega gildi að loknum kosningum til sveitarstjórnar sem verða næsta vor.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar