Sameining samþykkt á Fljótsdalshéraði
Íbúar á Fljótsdalshéraði samþykktu í dag sameiningu við Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Djúpavogshrepp.Á kjörskrá voru 2595 manns. Af þeim greiddu 1390 atkvæði eða 53,5%
Já sögðu 1291 eða 92,9%. Nei sögðu 84 eða 6%
Auðir: 12
Ógildir 3:
Þar með er talningu lokið í öllum sveitarfélögunum fjórum og ljóst að sameiningin hefur verið samþykkt. Hún tekur formlega gildi að loknum kosningum til sveitarstjórnar sem verða næsta vor.