Samþykkja tilboð í nýja löndunarbryggju á Borgarfirði eystri

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt tilboð lægstbjóðanda í gerð nýrrar löndunarbryggju á Borgarfirði eystri.

Ákvörðun þessa efnis var tekin fyrr í vikunni en verkið var fyrst boðið út snemma í haust en þau tilboð sem þá bárust þóttu ekki viðunandi og var útboðið því endurtekið.

Kostnaðaráætlun nú hljóðaði upp á rúmar 69 milljónir króna og tveir aðilar lögðu fram tilboð í síðari umferðinni. Lægstbjóðandi, Úlfsstaðir ehf., hlaut hnossið en tilboð þess fyrirtækið var aðeins rúmlega einni miljón krónum hærra en kostnaðaráætlun. Héraðsverk lagði einnig fram tilboð en það reyndist rúmum sjö milljón krónum hærra en áætlun gerði ráð fyrir.

Ráð er fyrir gert að nýja bryggjan verði að fullu byggð eigi síðar en þann 1. ágúst á næsta ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.