Sektaður fyrir að sigla án réttinda

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur sektað karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa farið í veiðiferð án þess að hafa tilskilin réttindi.


Maðurinn réri til fiskjar sem skipstjóri á smábát í júní. Hann var um 15 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni þegar skipverjar á varðskipinu Þór höfðu afskipti af honum.

Maðurinn var ekki gild skipstjórnarréttindi og gaf lögreglustjóri út ákær á hendur honum. Hann játaði brot sitt og var málinu lokið með 50.000 króna sekt.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.