Sex Austfirðingar á lista VG

Guðlaug Björgvinsdóttir á Reyðarfirði er efst Austfirðinga á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fyrir þingkosningarnar í næsta mánuði. Hún skipar þriðja sætið. Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, er nýr oddviti listans.

Fundurinn var samþykktur á fundi kjördæmisþings sem haldið var á Laugum í dag.

Talsverð endurnýjun er á listanum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fyrrum matvælaráðherra, er í heiðurssæti listans en Jódís Skúladóttir, sem setið hefur á þingi frá 2021, er ekki á listanum.

Framboðslisti VG í Norðausturkjördæmi í heild sinni

1. Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur, Akureyri
2. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi, Kinn í Þingeyjarsveit
3. Guðlaug Björgvinsdóttir, öryrki, Reyðarfirði
4. Klara Mist Olsen Pálsdóttir, leiðsögumaður og skipstjóri, Ólafsfirði
5. Tryggvi Hallgrímsson, féflagsfræðingur, Akureyri
6. Jónas Davíð Jónasson, landbúnaðarverkamaður, Hörgársveit
7. Óli Jóhannes Gunnþórsson, rafvirkjanemi, Seyðisfirði
8. Aldey Unnar Traustadóttir, hjúkrunarfræðingur, Húsavík
9. Ásrún Ýr Gestsdóttir, bæjarfulltrúi, Hrísey
10. Örlygur Kristfinnsson, myndasmiður, Siglufirði
11. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og húsasmiður, Seyðisfirði
12. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, sérfræðingur í byggðarannsóknum, Þórshöfn
13. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður, Akureyri
14. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði
15. Ásgrímur Ingi Arngrímsson, skólastjóri, Fljótsdalshéraði
16. Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, stálvirkjasmiður, Þingeyjarsveit
17. Frímann Stefánsson, stöðvarstjóri, Akureyri
18. Rannveig Þórhallsdóttir, fornleifafræðingur og kennari, Seyðisfirði
19. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, Þistilfirði
20. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, Ólafsfirði

Mynd: Vikublaðið

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.