Sex umsækjendur um fjórar prestsstöður
Sex umsækjendur eru alls um fjórar stöður presta í nýju Austfjarðaprestakalli. Einn einstaklingur sækir um allar stöðurnar fjórar.Listi yfir umsækjendur var birtur í dag en umsóknarfrestur rann út í byrjun vikunnar.
Skipan í embættin í haust mun marka miklar breytingar á austfirsku kirkjustarfi. Fimm austfirsk prestaköll, Djúpavogs-, Heydala-, Kolfreyjustaðar-, Eskifjarðar- og Norðfjarðarprestaköll, sameinast þá í nýtt Austfjarðaprestakall.
Þegar hefur verið gengið frá skipan Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur á Fáskrúðsfirði í starf sóknarprests í prestakallinu.
Skipað verður í embættin fjögur til fimm ára. Umsóknir hljóta næst umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis. Að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þá sem hljóta löglega kosningu.
Eftirtalin sóttu um embættin:
Prestur 1. Skipun frá 1. september 2019
Mag. theol. Benjamín Hrafn Böðvarsson
Sr. Erla Björk Jónsdóttir
Mag. theol. Dagur Fannar Magnússon
Mag. theol. Ingimar Helgason
Prestur 2. Skipun frá 1. október 2019
Mag. theol. Benjamín Hrafn Böðvarsson
Mag. theol. Dagur Fannar Magnússon
Sr. Erla Björk Jónsdóttir
Mag. theol. Ingimar Helgason
Mag. theol. Jarþrúður Árnadóttir
Prestur 3 með aðsetur í Heydölum. Skipun frá 1. nóvember 2019
Mag. theol. Dagur Fannar Magnússon
Mag. theol. Jarþrúður Árnadóttir
Prestur 4 með aðsetur á Djúpavogi. Skipun frá 1. nóvember 2019
Cand. theol. Alfreð Örn Finnsson
Mag. theol. Dagur Fannar Magnússon
Mag. theol. Jarþrúður Árnadóttir