Seyðisfjörður: Seyðisfjarðarlistinn fær hreinan meirihluta

Seyðisfjarðarlistinn verður með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar á næsta kjörtímabili. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur töpuðu umtalsverðu fylgi og fulltrúum.

Á kjörskrá voru 520, 450 greiddu atkvæði. Kjörsókn var því 86,53%, sex prósentustigum betri en fyrir fjórum árum.
Framsóknarflokkur og frjálslyndir: 70 atkvæði, 15,8%, 1 fulltrúi
Sjálfstæðisflokkurinn: 136 atkvæði, 30,7%, 2 fulltrúar
Seyðisfjarðarlistinn: 235 atkvæði, 53%, 4 fulltrúar
Auðir seðlar og ógildir: 7

Framsóknarflokkurinn tapar um helming fylgis síns frá síðustu kosningum og öðrum bæjarfulltrúanum. Sjálfstæðisflokkurinn tapar rúmum þremur prósentustigum og manni.

Seyðisfjarðarlistinn bætir við sig 20 prósentustigum og tveimur fulltrúum. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur höfðu verið í meirihluta á Seyðisfirði frá 2010.

Bæjarfulltrúar

Sjálfstæðisflokkur
Elvar Snær Kristjánsson
Oddný Björk Daníelsdóttir

Framsóknarflokkur
Vilhjálmur Jónsson

Seyðisfjarðarlistinn
Hildur Þórisdóttir
Rúnar Gunnarsson
Þórunn Hrund Óladóttir
Elfa Hlín Pétursdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.