Sigtúnið loks malbikað
Gatan Sigtún á Vopnafirði var malbikuð í gær. Gatan komst í landsfréttirnar vorið 2014 þegar framboð til sveitarstjórnar, Beta Sigtún, kenndi sig við götuna og setti það efst á forgangslista sinn að malbika hana.Forsvarsmenn framboðsins bjuggu við götuna og kvörtuðu undan því að hún væri sú eina í bænum sem ekki væri klædd. Að lokum varð það niðurstaðan að taka slaginn svo úr varð framboð ungs fólks á svæðinu.
Það komst í oddaaðstöðu við myndun meirihluta um vorið og sat í meirihluta þar til í vor, en Betra Sigtún bauð ekki fram aftur.
Að fylgja eftir malbikuninni varð ekki fljótlegt verk en meðal annars strandaði á skipulagsmálum. Úr þeim var leyst á síðasta kjörtímabili og í vor var tilboði Malbikunar Norðurlands í að klæða götuna tekið.
Síðustu vikur hafa verið nýttar til undirbúnings af hálfu Vopnafjarðarhrepps og verktaka af svæðinu en malbikunarflokkurinn mætti svo loks í gær.
Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri, segir verkið hafa gengið fljótt og vel. Nú séu allar götur með bundnu slitlagi og ánægja að það sé í höfn, þótt alltaf sé einhvers staðar lagfæringa höfn.
„Hver veit nema flaggað verði framvegis 28. júní hér í sveitarfélaginu til að fagna þessum merka áfanga?!“ segir Sara Elísabet.
Mynd: Aðsend