Sigurði var vikið úr varastjórn

stapi_logo.jpg
Sigurði Jóhannessyni var vikið úr varastjórn Stapa lífeyrissjóðs í byrjun mánaðarins. Fjármálaeftirlitið taldi hann ekki hafa uppfyllt hæfisskilyrði.

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í gær að það hefði í byrjun mánaðarins vikið Sigurði úr stjórn Stapa þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði um þekkingu og reynslu. Austurfrétt benti í gærkvöldi á að Sigurður hefði gengið úr aðalstjórn á aðalfundi þann 8. maí síðastliðinn.

Lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu gaf í morgun þá skýringu að Sigurður hefði verið kosinn í varastjórn á aðalfundinum í vor. Þar sat hann þar til FME vék honum frá störfum þann 6. desember síðastliðinn.

Stapi lífeyrissjóður varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands árið 2007. Sjóðurinn er með skrifstofur í Neskaupstað og á Akureyri. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar