Sigurjón Þórðarson leiðir Flokk fólksins

Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og varaþingmaður Flokksins fólksins, mun skipa fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Frá þessu greinir Vikublaðið. Í gærkvöldi kom í ljós að þingmaðurinn Jakob Frímann Magnússon yrði ekki oddviti áfram í kjördæminu. Blaðið segir hann ekki hafa fengið náð fyrir augum uppstillingarnefndar.

Sigurjón er fæddur í Reykjavík árið 1964. Hann lauk BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands og síðar framhaldsnámi í fráveitu og vatnshreinsifræðum frá Englandi. Hann hefur verið framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

Hann gerði þó hlé á því starfi og varð þingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi kjörtímabilið 2003-7. Sigurjón skipaði sjötta sætið á lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Hann hefur þó fimm sinnum á yfirstandandi kjörtímabili tekið sæti sem varaþingmaður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar