Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. nóv 2012 15:34 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Íbúar á Eskifirði þurfa að sjóða allt neysluvatn. Gerlamengun í vatninu reyndist yfir leyfilegum mörkum. Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að verið sé að leita orsaka mengunarinnar og grípa til nauðsynlegra aðgerða. Nánari upplýsingar verði gefnar út þegar þær liggi fyrir.