Sjálfbærni í Hallormstaðaskóla

Námið í Hallormstaðaskóla hefur tekið miklum breytingum og leggur núna mikla áherlslu á sjálfbærni. Á morgun, þann 23. október heldur skólinn einmitt upp á Sjálfbærnidaginn og í tilefni dagsins verður haldið opið málþing. 

 
Þátturinn Að Austan á N4 kíkti í heimsókn í Hústjórnarskólann og tók Bryndísi Fionu Ford, skólameistara skólans tali. Miklar breytingar hafa orðið á náminu og spjölluðu þau um nýtt nám sem skólinn bíður sem heitir Sjálfbærni og sköpun. Bryndís segir það að byggi á þessu tveimur hugtökum. "Sjálfbærnin sem er auðviðtað stórt og viðamikið hugtak og svo tengjum við sköpunina við því með nýsköpun og sköpun verður kannski hægt að nýta sköpunina til að innleiða meiri sjálfbærni til dæmis í þitt eigið líf eða hafa áhrif á nærsamfélagið," segir Bryndís. 

Markmið námsins er að gera nemendur meðvitað um hvaða hráefnið kemur, hringrás hráefna og hefur það vakið athygli. Bryndís segir það vera áhugaverð að þau hafi verið að svara fleiri fyrirspurnum um námið á ensku heldur íslensku. „Við höfum því í kjölfarið spurt okkur hvort við íslendingar séum ekki komin þangað sem við þurfum að vera í sjálfbærni hugsun. En ég held að unga kynslóðin er klárlega komin lengra en við sem erum eldri. Það er von í næstu kynslóðum. Þau hugsa meira um framtíðina,“ segir hún. 

Bryndís segir að sjálfbærni snúist ekki bara að ákveðnum umhverfisþáttum heldur séu til dæmis efnahagslegir, félagslegir og menningarlegir þættir ekki síður mikilvægir þegar kemur að sjálfbærni.

„Við erum að líka að standa vörð um lifandi handverk. Eins og með vefnaðinn þá höfum við verið að lenda í vandræðum með að fá íslenska vefnaðakennara og núna erum við t.d. með finnskan kennara. Það er mikilvægt að við glötum þessu handverki ekki og við vitum að það er mikill áhugi á vefnaði og þetta er meira sem áhugamál en við  þurfum líka að passa varðveita það að það séu einhverjir sem geta kennt þetta hérna,“ útskýrir Bryndís. 

Sjálfbærni er mikilvæg og Bryndís telurm að það þurfi að ná í og sækja í þann metnað að passa upp á okkar. Sækja ekki annað þegar við getum skapað það hér. Við þurfum að hugsa um það þegar við verslum. Textíllinn og maturinn er það sem við neytum mest og textíllinn er allt í kring um okkur, ekki bara í fötunum okkar. Fólk kaupir að meðalagi 17 kg af textílvörum á ári en hendir líka 13 kg á sama tíma, “segir Bryndís að lokum. 

Ef fólk hefur áhuga á að taka þátt í opna málþinginu þá er hægt að skrá sig á heimasíðu skólans. 

Hústjórnarskolinn.  Mynd úr safni. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar