Sjö sækja um embætti forstjóra HSA

Sjö umsóknir bárust um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) sem auglýst var auglýst laust til umsóknar í október. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna að fengnu áliti þriggja manna nefndar sem metur hæfi umsækjenda.


Staðan var auglýst eftir að Kristín Björg Albertsdóttir, sem stýrt hefur stofnunni síðan 2013, var ráðin framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Stofnunin er með fjölmennustu vinnustöðum á Austurlandi þar sem starfa að jafnaði um 340 manns og er ársvelta stofnunarinnar um þrír milljarðar króna. Forstjórinn ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar og hún sé rekin í samræmi við fjárheimildir.

Umsækjendur eru:

Emil Sigurjónsson mannauðsstjóri HSA Egilsstöðum
Guðjón Hauksson deildarstjóri hjúkrunar Neskaupstað
Gunnar Kristinn Þórðarson stuðningsfulltrúi
Svava Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir fjármálastjóri HSA Eskifirði
Valbjörn Steingrímsson sérfræðingur Kópavogi
Vivek Gopal ráðgjafi
Þórhallur Harðarson mannauðsstjóri Akureyri

Guðjón, Svava og Þórhallur voru öll meðal umsækjenda um stöðuna þegar Kristín var ráðin fyrir þremur árum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.