Sjö Austfirðingar á lista Miðflokksins
Alma Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur á Reyðarfirði, er efst Austfirðinga á lista Miðflokksins. Hún skipar fimmta sætið. Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir listann.Listinn var samþykktur í dag á rafrænum félagsfundi kjördæmisfélags flokksins. Sigmundur Davíð hefur leitt lista flokksins í kjördæminu síðan hann var stofnaður fyrir kosningarnar árið 2017.
Listi Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Miðflokksins, Garðabæ
2. Þorgrímur Sigmundsson, verktaki, Norðurþingi
3. Ágústa Ágústsdóttir, verktaki og ferðaþjónustubóndi, Kelduhverfi
4. Inga Dís Sigurðardóttir, kennari og meistaranemi í náms og starfsráðgjöf, Akureyri
5. Alma Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur, Reyðarfirði
6. Ragnar Jónsson, bóndi og bifvélavirki, Eyjafjarðarsveit
7. Karl Liljendal Hólmgeirsson, meistaranemi í fjármálum, Akureyri
8. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, diploma í verslunarstjórnun og ilmolíufræðinemi, Egilsstöðum
9. Pétur Snæbjörnsson, ráðgjafi, Mývatni
10. Ingunn Anna Þráinsdóttir, b.des. Í grafískri hönnun, Egilsstöðum
11. Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi, Breiðdal
12. Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, móttökuritari og sjúkraflutningamaður, Raufarhöfn
13. Þorbergur Níels Hauksson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri, Eskifirði
14. Steingrímur Jónsson, byggingafræðingur og húsasmíðameistari, Egilsstöðum
15. Sigurður Ragnar Kristinsson, skipstjóri, Þórshöfn
16. Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, hársnyrtimeistari, Akureyri
17. Jón Elvar Hjörleifsson, bóndi, Eyjafjarðarsveit
18. Benedikt V. Warén, eldri borgari, Egilsstöðum
19. Heimir Ásgeirsson, eigandi Eyjabita og ferðaþjónustubóndi, Grenivík
20. Sverrir Sveinsson, eldri borgari, Siglufirði