Skarphéðinn Smári: Ferðakostnaður eykst um milljónir ef flugvöllurinn verður færður

skarphedinn_smari_mannvit.jpg
Hætta er á að ferðakostnaður fyrirtækja á landsbyggðinni aukist um milljónir króna verði miðstöð innanlandsflugs færð frá Reykjavíkur til keflavíkur. Álíka fljótlegt yrði þá að ferðast til Molde á vesturströnd Noregs og höfuðborgar Íslands.

Þetta kom fram í máli Skarphéðins Smára Þórhallssonar, framkvæmdastjóra starfsstöðvar verkfræðiskrifstofunnar Mannvits á Egilsstöðum á fundi um áhrif af flutningi miðstöðvar innlandsflugs á miðvikudag.

Höfuðstöðvar Mannvits eru í Reykjavík en fyrirtækið er með töluverða starfsemi á Austurlandi og starfsstöðvar bæði á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Flutningur flugsins hefði í för með sér tímasóun og stóraukinn kostnað að mati Skarphéðins Smára.

„Ferðir starfsmanna Mannvits leiðina Egilsstaðir-Reykjavík-Egilsstaðir eru um tveir þriðju hlutar af innanlandsflugi fyrirtækisins. Við förum um 526 ferðir að meðaltali að ári sem er eins og hver starfsmaður Mannvits á Austurlandi færi 21 sinni á ári til Reykjavíkur.

Núverandi kostnaður fyrirtækisins er 14,7 milljónir í flugferðir og tímakaup á meðan flugi stendur. Ef að bætt er við 50 mínútum með flutningi til Keflavíkur þá þýðir það 438 klst á ári sem fara bara í aukinguna á því að ferðast frá Egilsstöðum til Keflavíkur. Það gerir auka 5 miljónir fyrir fyrirtækið í ferðakostnað. Svo þarf að greiða fyrir aksturinn en hann er um 3,2 miljónir.

Í heild þýðir það því að heildarkostnaður fyrirtækisins vegna ferðalaga myndi aukast úr 14 miljónum í 23 milljónir.“

Smári segir að menn verði að endurskoða áætlanir sínar og aðferðir verði flugumferðin færð. Hann nefndi að ferðatími í miðbæ Molde á vesturströnd Noregs til Egilsstaða með yrði styttri en frá Egilsstöðum til Keflavíkur og síðan með bíl í miðborg Reykjavíkur.

„Tími er peningar. Við erum sannfærðir um að þetta skiptir okkur heilmiklu máli og til þess að við getum nýtt okkar mannskap þá er ekki nokkur spurning um að Reykjavíkurflugvöllur verður að vera þar sem hann er.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.