Skíðalyfta í Stafdal í lagi
Skíðalyfta í Stafdal virkaði eins og hún á að gera þegar óhapp varð í henni á sunnudag. Hún var opnuð á ný í gær.Stúlka á táningsaldri meiddist þegar vír í lyftunni fór út af braut sinni á sunnudag.
Lyftunni var lokað í kjölfarið og hún skoðuð af Vinnueftirlitinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan var ekki um bilun að ræða í lyftunni.
Þegar vírinn fer út af braut sinni á öryggi að slá það út, sem það og gerði. Lyftan stenst kröfur sem gerðar eru til skíðalyfta og öryggisbúnaður virkaði þegar til átti að taka.
Lyftan var því opnuð aftur í gær um leið og svæðið sjálft, en það er lokað á mánudögum.
Úr safni. Mynd: Agnar Sverrisson