Skipt um Útsvarslið vegna veðurs

fljotsdalsherad_utsvar_urslit12_0007_web.jpg
Fljótsdalshérað hefur ræst út varalið til keppni í spurningaþættinum Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld. Tveir af þremur liðsmönnum liðsins eru búsettir eystra og komast ekki suður til keppni.

Þegar var búið að skipa nýtt lið en allir keppendurnir frá því í fyrra ákváðu að láta gott heita. Liðið áttu að skipa Þórhallur Pálsson arkitekt, Þórður Mar Þorsteinsson kennari og Hrafnkatla Eiríksdóttir nemi.

Um hádegi í gær var ljóst hvert stefndi í veðrinu og allt flug fellt niður. Þórhallur og Þórður Mar eru búsettir eystra og komast því ekki til keppni. Inn voru því kallaðir Sveinn Birkir Björnsson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og Ragnar Sigurmundsson, endurskoðandi.
 
Vonir standa hins vegar til að Hrafnkatla komist frá Hvanneyri, þar sem hún stundar nám við Landbúnaðarháskólann, til Reykjavíkur fyrir útsendingu.

Andstæðingur Fljótsdalshéraðs, sem varð í öðru sæti í keppninni í fyrra, er lið Reykjanesbæjar. Þátturinn er sendur út beint og hefst klukkan 20:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar