Skipta út möstrum við Fljótsdalsstöð

Verktakar á vegum Landsnets vinna um þessar mundir að því að skipta um möstur í Kröflulínu 2 þar sem hún leggur niður Teigsbjarg að Fljótsdalsstöð.

Fjórum síðustu möstrunum, sem eru hefðbundin grindarmöstur, verður skipt út fyrir sérstaklega hönnuð möstur sem heita Fuglinn. Samskonar möstur eru í Kröflulínu 3 á þessum stað.

Þessi skipt á möstrum eru hluti af samkomulagi sem Landsnet gerði við Fljótsdalshrepp þegar leyfi fékkst til að reisa Kröflulínu 3. Samkomulagið gekk út á að möstur, sem sýnileg eru úr Fljótsdal, yrðu eins í báðum línum og sérstaklega hönnuð. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti eru þessi möstur nokkuð dýrari en hefðbundin möstur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar