Skiptum lokið á búi KK Matvæla

Skiptum er lokið á þrotabúi KK Matvæla sem urðu gjaldþrota fyrir rúmum tveimur árum. Eftir að fyrirtækið skipti um eigendur breyttist starfsemin og fátt varð um ársreikninga.

 

KK-Matvæli voru tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Austurlands 1. júlí 2009. Upp í lýstar kröfur, 15,3 milljónir, fengust 2,2 milljónir eða 14,5%

Fyrirtækið var upphaflega stofnað sem matvælaframleiðslufyrirtæki en eftir eigendaskipti fyrir nokkrum árum breyttist það smám saman í veitingaþjónustu. Frá árinu 2005 skilaði það eins einu sinni ársreikningi. Það var árið 2006.

Þá lauk nýverið skiptum á búi Svarthamra í Neskaupstað en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í sumar. Tæpar 400 þúsund krónur fengust upp í forgangskröfur. Ekkert fékkst upp í aðrar kröfur. Lýstar kröfur námu alls 28,4 milljónum króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar