Skoðanakönnun hjá sjálfstæðismönnum á Fljótsdalshéraði
Sjálfstæðismenn á Fljotsdalshéraði hafa ákveðið að standa fyrir skoðanakönnun við uppstillingu á framboðslista flokksins vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Viðhaft verður sama form og við skoðanakönnunina hjá Sjálfstæðismönnum í Fjarðabyggð. 11 gefa kost á sér.
,,Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði hefur ákveðið að standa fyrir skoðanakönnun áður en stillt verður upp á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðanakönnunin er ekki bindandi og verður ekki gerð opinber en uppstyllinganefnd mun hafa niðurstöður hennar til hliðsjónar í vinnu sinni við að stilla upp framboðslista", eins og segir í dreifibréfi til íbúa á Fljótsdalshéraði.
Þeir geta tekið þátt í skoðanakönnununinni, sem búsettir eru í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði og eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn eða skrá sig í hann fyrir mánudaginn 22. mars.
Kjörgögn verða sen út 24. mars til allra sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu og gögnin þurfa að hafa borist aftur til flokksins eða uppstillingarnefndar miðvikudaginn 30. mars.
Ellefu manns hafa gefið kost á sér í skoðanakönnuninni. Frambjóðendur eru í útdreginni röð:
Vilhjálmur Snædal Skjöldólfsstöðum tiltekur ekki sæti.
Karl S. Lauritzson Egilsstöðum 3. til 4. sæti.
Ásta Sigríður Sigurðardóttir Þingmúla 5. til 10. sæti.
Þórhallur Harðarson Egilsstöðum 3. til 4. sæti.
Anna Alexandersdóttir Egilsstöðum 2. sæti.
Þórhallur Borgarsson Egilsstöðum 5. til 7. sæti
Elín Káradóttir Egilsstöðum 10. sæti.
Ársæll Þorsteinsson Egilsstöðum 7. til 10. sæti.
Katla Steinsson Egilsstöðum 2. sæti.
Aðalsteinn Ingi Jónsson Klausturseli 4. til 5. sæti.
Guðmundur Ólafsson Egilsstöðum 1. sæti.