Orkumálinn 2024

Skoða göngustíga í Fjarðabyggð eftir umferðarslys

Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar yfirfer nú öryggi á göngustígum í sveitarfélaginu í kjölfar slyss sem varð í Neskaupstað í síðasta mánuði þar sem ungur drengur varð fyrir bíl.

Óhappið varð um miðjan september en drengurinn fór á hjólabretti niður göngustíg sem liggur milli Þiljuvalla og Miðstrætis og lenti á bíl sem ekið var Miðstræti.

Í kjölfarið sendi lögreglan á Austurlandi bréf til Fjarðabyggðar þar sem bent er á að ekkert hlið, eða annað sem hægði á ferð um göngustíginn, væri við enda hans. Jafnframt er vakin athygli á að samsvarandi hætta geti verið á fleiri stöðum innan sveitarfélagsins.

Erindi lögreglunnar var tekið fyrir á fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar í síðustu viku. Framkvæmdasviði sveitarfélagsins var þar falið að taka saman upplýsingar um sambærilega göngustíga og gera tillögur að úrbótum ef þyrfti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.