Sköpunarmiðstöðin og Fjarðabyggð í samstarf
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvafirði og sveitafélagið Fjarðabyggð skrifuðu undir samstarfssamning síðastliðin sunnudag. Samningurinn felur í sér að sveitafélagið og ríkið styrki endurbætur á Sköpunarmiðstöðinni.
Við vorum að staðfesta samstarf okkar við sköpunarmiðstöðina sem endurspeglast í C1 verkefninu sem er í gangi. Þar sem við fáum 60 milljónir frá ríkinu og við komum eð 14 milljónir á móti. Sem dugar til að klára lið 1 og 2. En þá eru eftir liðir 3 og 4 sem kosta 30 milljónir sem við eigum eftir fjármagna og við erum fara í þá vinnu fljótlega,” segir Karl Óttar bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Karl segir einnig að með samningnum er verið að staðfesta það að Sköpunarmiðstöðin mun leiða þessa vinnu og þau munu geta leitað í sérfræðiþekkingu innan sveitafélagsins og sveitafélagið sjálft verið til staðar fyrir þau.
Verkþáttur eitt felur í endurnýjun á þaki, þakköntum, rennum og einangrun innanhúns og eru það 1250 m² og svo verður farið einangra og klæði veggi utanhúss sem og gluggar verða einnig endurnýjaðir þetta tilheyrir öðrum lið verkþáttanna.
Við undirritun samstarfssamningsins í Stúdíó Síló.