Skora á ráðherra að beita sér fyrir stofnun framhjaldsskóladeildar á Vopnafirði

vopnafjordur.jpg
Foreldrar við Vopnafjarðarskóla hvetja yfirvöld menntamála til að beita sér fyrir að sett verði á stofn framhaldsskóladeild á Vopnafirði sem taki til starfa næsta haust.

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi foreldrafélgasins fyrir skemmtu. Þar er skorað á menntamálaráðuneytið, framhaldsskólana á Austurlandi og sveitarstjórn að taka höndum saman svo af þessu megi verða.

„Ljóst er að afstaða menntamálaráðherra og Alþingis ræður úrslitum um að af þessu geti orðið.“

Vísað er til könnunar sem gerð var á vegum Vopnafjarðarhrepps þar sem fram kom mikill áhugi foreldra grunnskólabarna á stofnun framhaldsskóladeildar.

Í ályktuninni segir að framhaldsskóladeildin „myndi treysta búsetu á Vopnafirði til lengri tíma og bæta lífsgæði. Kostnaður vegna náms fjarri heimabyggð myndi lækka umtalsvert og brottfall nemenda úr námi minnka. 

Öll aðstaða er til staðar verði af framhaldsskóladeild og hér eru menntaðir framhaldsskólakennarar. Þá væri deildin kærkomin viðbót við menningar- og atvinnulíf samfélagsins og yki líkur á að ungt fólk settist að á staðnum til frambúðar með frumkvæði til skapandi tækifæra eins og aðstæður leyfa.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar