Skúr með fjarskiptabúnaði brann á Biskuphálsi

Truflanir eru á farsímasambandi í kringum Grímsstaði á Fjöllum eftir að kofi með sendi og öðrum búnaði á Biskupshálsi brann í fyrrinótt.

Tækjaskúrinn var í eigu Mílu. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu eru eldsupptök óljós en í skúrnum voru tæki frá Mílu og farsímasendir frá Símanum.

Hjá Símanum fengust þær upplýsingar að vegna brunans væru takmarkanir á farsímasambandi á 10-15 km kafla í áttina að Grímsstöðum á Fjöllum. Komið verður upp nýjum sendi eftir helgi, eftir því sem veður leyfir.

Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði fór á staðinn í gær til að slökkva í síðustu glæðunum og hreinsa til þannig ekki brak úr skúrnum fyki ekki.

Mynd: Björgunarsveitin Vopni


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.