Slá ekki slöku við á Hafrafellinu

Áhafnarmeðlimir Hafrafells SU-65 frá Stöðvarfirði slá varla feilnótu á miðunum nú sem fyrr. Báturinn aflahæstur allra báta yfir 21 brúttótonnum í septembermánuði.

Það staðfesta aflatölur sem vefurinn Aflafréttir taka reglulega saman og birta á vef sínum en septembermánuður reyndist mjög góður um nánast land allt.

Einir sjö bátar náðu þann mánuð að hala yfir borðstokkinn 200 tonnum eða meira og þar var Hafrafellið fremst jafningja með alls tæplega 273 tonn í 26 róðrum. Tveir aðrir slíkir bátar sem gera út frá Austfjörðum gerðu slíkt hið sama. Annars vegar Kristján HF-100 og Særif SH-25.

Hafrafellið er að stórum hluta í eigu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og þykir allmerkilegt hve mikið áhafnarmeðlimir veiða því báturinn er með þeim minnstu í hópi slíkra báta á landsvísu. Þrátt fyrir það var það Hafrafellið sem landaði langmestum afla allt árið í fyrra þegar landað var alls 2.509 tonnum eins og Austurfrétt gerði skil á sínum tíma.

Hafrafellið að koma inn til löndunar. Eins og sjá má er báturinn í það minnsta fyrir svo þunga báta en það virðist engu breyta um góð aflabrögð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.