Síldarvinnslan fékk tvenn verðlaun á Íslensku sjávarútvegsverðlaununum

svn_logo.jpgTvenn verðlaun féllu í skaut Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þegar Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru afhent í síðustu viku. Alls voru veitt sautján viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í fiskveiðum og sjávarútvegi bæði hérlendis og erlendis.

 

Í fyrsta lagi var Síldarvinnslan verðlaunuð fyrir framúrskarandi íslenska fiskvinnslu.  Í öðru lagi var skipstjórinn Sturla Þórðarson, á Beiti NK, verðlaunaður fyrir að vera framúrskarandi íslenskur skipstjóri.

HB Grandi, sem er með umfangsmikla útgerð á Vopnafirði, fékk verðlaun sem framúrskarandi íslensk útgerð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.