Síldarvinnslan fékk tvenn verðlaun á Íslensku sjávarútvegsverðlaununum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. sep 2011 22:06 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Tvenn verðlaun féllu í skaut Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þegar
Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru afhent í síðustu viku. Alls voru
veitt sautján viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í
fiskveiðum og sjávarútvegi bæði hérlendis og erlendis.
Í fyrsta lagi var Síldarvinnslan verðlaunuð fyrir framúrskarandi íslenska fiskvinnslu. Í öðru lagi var skipstjórinn Sturla Þórðarson, á Beiti NK, verðlaunaður fyrir að vera framúrskarandi íslenskur skipstjóri.
HB Grandi, sem er með umfangsmikla útgerð á Vopnafirði, fékk verðlaun sem framúrskarandi íslensk útgerð.
HB Grandi, sem er með umfangsmikla útgerð á Vopnafirði, fékk verðlaun sem framúrskarandi íslensk útgerð.