Skip to main content

Síldarvinnslan hlaut forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. jún 2011 23:59Uppfært 08. jan 2016 19:22

svn_tm_vardbergid.jpgSíldarvinnslan hf. hlaut í ár Varðbergið, forvarnaverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar (TM). Verðlaunin, sem veitt hafa verið frá árinu 1999, eru veitt þeim viðskiptavini TM sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum os slysum.

 

Um Síldarvinnsluna segja sérfræðingar TM í forvörnum að félagið sé leiðandi í öryggis og forvarnarmálum. Fyrirtækið býr að öflugri liðsheild starfsmanna sem leggja grunninn að því að öllum framleiðslu, gæða- og öryggisstuðlum sé fullnægt. Tekið er skipulega á móti nýju starfsfólki með góðri fræðslu  þannig að starfsmenn nái sem fyrst tökum á verkefnum sínum, fái jákvæða mynd af fyrirtækinu, kynnist helstu samstarfsmönnum sínum og þekki rétt sinn og skyldur.

Undanfarin ár hefur Síldarvinnslan hf. verið með skýra sýn á öryggis- og forvarnamál sem er nauðsynlegt fyrir rekstur sem felur í sér áhættusama þætti. Unnið er markvisst forvarnarstarf sem hefur falið í sér bætta öryggishegðun og heilsuvernd starfsmanna.  Forvarnarstarfið hefur skilað þeim árangri að slysum og veikindum hefur fækkað umtalsvert. Síldarvinnslan á því mikið hrós skilið fyrir forvarnarstarfið því unnið er markvisst, jákvætt og af mikilli festu að þessum málaflokki.

Frá afhendingu Varðbergsins, forvarnarverðlauna TM á árshátíð Síldarvinnslunnar þann 3. júní. Frá vinstri; Gunnþór B. Ingvason (Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar), Sonja Sif Jóhannsdóttir (forvarnarfulltrúi TM), Jón Hlífar Aðalsteinsson (Skipstjóri á Bjarti NK), Freysteinn Bjarnason (umboðsmaður TM á Neskaupstað) og Hjálmar Sigurþórsson (framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu TM). Mynd: TM