Síldarvinnslan vinnur loðnu á Norðfirði og Seyðisfirði

Loðnuvinnsla Síldarvinnslunnar er hafin á Norðfirði og Seyðisfirði, bæði í bræðslu og frystingu, stefnt er að því að frysta sem mest þar til hrognatími hefst. lonufrysting.jpgAð sögn Gunnþórs Ingvasonar framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar hafa landað hjá þeim 9 norsk skip á Seyðisfirði, þar var landað tæpum 4000 tonnum, af því voru fryst tæp 80 tonn hjá Brimbergi hf á Seyðisfirði.  Á Norðfirði var landað rúmum 4000 tonnum af norskum skipum, þar af voru fryst tæp 350 tonn.   Annars er búið að landa 3300 tonnum frá Íslenskum bátum, af því hefur megnið farið til frystingar. 
,,Veiðum er stýrt með tilliti til vinnsluafkasta frystihússins og stefnt er að því að frysta þar til hrognatími hefst. Við bindum miklar vonir við að gefinn verði út meiri kvóti þegar rannsóknarskipið hefur náð að mæla gönguna öðru sinni.  En samkvæmt norsku skipstjórunum sem voru að veiðum hér fyrir austan á sama tíma og íslensku skipin voru að veiða við eyjar, ætti að vera töluvert magn af loðnu.   Í norska flotanum eru menn sem hafa komið til loðnuveiða í tugi ára hér við Ísland og tjá sig þannig að það hafi verið töluvert mikið að sjá hérna úti", segir Gunnþór.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.