Skip to main content

Sóley Björk býður sig fram í annað sætið hjá VG

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. okt 2012 14:00Uppfært 08. jan 2016 19:23

soley_bjork_stefansdottir_web.jpg
Sóley Björk Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur frá Akureyri, gefur kost á sér á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi og sækist eftir öðru sæti. 

Sóley hefur í mörg ár verið virkur félagi í VG og sinnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn bæði á landsvísu og í bæjarmálum á Akureyri.

„Ég býð fram krafta mína í það mikla verk sem framundan er við að byggja upp gott samfélag hér á ný. Samfélag sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, lýðræði og heiðarleika,“ segir í yfirlýsingu Sóleyjar.

„Nú hefur efnahagur landsins og trúverðugleiki verið endurreistur en mikilvægasti hluti starfsins er eftir en það er að ná samstöðu um að byggja upp réttlátt samfélag þar sem við tökum skynsamlegar ákvarðanir um okkar hagsmuni til framtíðar.“

Forval fer fram með póstkosningu og er kjördagur 10. desember næstkomandi. Kosningarétt hafa skráðir félagar í VG.