Orkumálinn 2024

Slökkvilið komið með tök á sinubruna í Hróarstungu

Slökkvilið er komið með tök á gróðureldi sem braust út við bæinn Vífilsstaði í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði í kvöld.

Útkallið kom um klukkan tíu í kvöld. Verið var að brenna rusli við útihús á bænum en glóð frá því náði að læsa sig í þurrt grasið.

Að sögn lögreglu breiddist eldurinn hratt út og var mikill eldur þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang þar sem stórt svæði út frá fjárhúsinu skíðlogaði.

Mikil skógrækt er á jörðinni og var áhersla meðal annars lögð á að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist enn frekar út í hana. Virðist það almennt hafa tekist. Aðstæður voru samt snúnar því nokkur vindur er á svæðinu.

Um klukkan ellefu var slökkvilið búið að ná tökum á eldinum og slökkva hann að mestu. Ljóst er þó að vakt verður á svæðinu fram eftir nóttu til að hemja glæður sem enn kunna að leynast í sinunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.