Sluppu vel eftir bílveltu á Háreksstaðaleið

Þrír ungir piltar sluppu vel úr bílveltu sem þeir lentu í á Háreksstaðaleið um helgina. Gestir jólamarkaðar á Egilsstöðum lögðum bílum sínum allir innan marka laganna.

Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar eftir nýliðna helgi. Þar segir að þrír ungir piltar hafi verið í bílnum sem fór út af í hálku og valt. Þeir hafi þurft aðhlynningu en sloppið með skrekkinn.

Í yfirlitinu segir einnig að mikið sé að gera hjá lögreglunni í aðdraganda jóla þar sem jólahlaðborð, jólamarkaðir og fleira kalli á aukið eftirlit. Á laugardag fór fram fjölsóttur jólamaður jólakattarins á Egilsstöðum. Lögreglan hefur stundum fylgst sérstaklega með hvernig ökutækjum er lagt við markaðinn því ökumenn hafa ekki alltaf gert það rétt. Í ár þurfti ekki að hafa afskipti vegna slíks.

Þá var einn ökumaður stöðvaður í umdæminu um helgina vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Í fyrstu útgáfu fréttarinnar varð sá misskilingur að ökumaður bílsins sem valt væri grunaður um akstur undir áhrifum. Hið rétta er að um tvö aðskild atvik var að ræða. Beðist er innilegrar velvirðingar á mistökunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar