Smitrakningarsmáforritið skiptir máli

Ekkert covid-19 smit greindist á Austurlandi síðasta sólarhring. Austfirðingar eru minntir á að fylgja áfram leiðbeiningum sóttvarnayfirvalda.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðarstjórnar almannavarnanefndar Austurlands.

Af þeim átta sem smitast hafa eru tveir enn í einangrun en sex er batnað. Átján eru í sóttkví, einum fleiri en í gær.

Aðgerðastjórn hvetur alla íbúa fjórðungsins til að gæta þess áfram að virða leiðbeiningar sóttvarnayfirvalda. Þannig aukist líkur á að hægt verði að hrinda í framkvæmd tilslökunum sem boðaðar hafa verið 4. maí næstkomandi.

Þá er æskilegt að þeir, sem það eiga eftir, hlaði smitrakningarappinu niður í símana sína. Appið getur skipt sköpum þegar á reynir að geta hratt og vel sinnt smitrakningu við þau vonandi fáu smit sem upp kunna að koma. Það má meðal annars finna á vefslóðinni https://www.covid.is/app/is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.