SMS frá þeim sem áreitti forsætisráðherra
Austurfrétt hafa borist tvö SMS skeyti frá þeim einstaklingi sem er nú í haldi lögreglunnar vegna að því er virðist áreitis í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.Að höfðu samráði við lögfræðinga og þar sem ekki leikur vafi upprunanum hefur Austurfrétt ákveðið að birta bæði SMS skeytin.
Hið fyrra hljóðar svo: „Það er verið að handtaka mig af lögreglunni fyrir að segja hug minn“
Hið síðara hljóðar svo: „Ég verð á lögreglustöðinni meðan forsætisráðherra hittir fólk á Egilsstöðum.“
Lögreglan segir að brugðist hafi verið við og öryggi ráðherrans tryggt en biður um að fólk sýni umburðarlyndi í meðferð þessa máls. Staðfest er að einstaklingur hafi verið handtekinn.