Snjórinn bráðnar hratt í hlýindunum
Snjórinn hefur bráðnað hratt í hlýindunum sem ríkt hafa á Austurlandi undanfarna daga. Tæplega 15°C hitti mældist á Seyðisfirði snemma í morgun.
Eftir fremur snjóþungan vetur hefur verið milt veður og sólin skinið undanfarna daga. Undanfarinn sólarhringur hefur verið sérlega góður.
Eftir hádegi í dag mældist 14°C hiti á Kollaleiru í Reyðafirði. Klukkan sex í morgun var 14,4°C hiti á Seyðisfirði og töluverður vindur.
Þessum hlýindum hafa fylgt töluverðar leysingar. Ár hafa vaxið og grafið úr vegum á Suðausturlandi. Snjóhaugarnir sem safnast hafa upp í sumar hafa horfið hratt og svell hopað af túnum.
Á Egilsstöðum var verið að moka haugum af Söluskálaplaninu en þar hefur snjó verið safnað af nálægum bílastæðum síðan í október.
Spáð er kólnandi veðri um næstu helgi með einhverri snjókomu. Veturinn virðist því ekki búinn enn.