Sóley og Ofurhetjan sigruðu Smásagnakeppni KÍ 2019

Nemendur í leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði tóku þátt og sigruðu í Smásagnakeppni Kennarasamband Íslands. Keppnin er haldin í 5 sinn og um 200 smásögur bárust í keppnina.

 

 Það voru þau Júlíanna Líf Helgadóttir, Kristófer Daði Stefánsson og Þóroddur Björn Óskarsson nemendur í Lyngholt sem sigruðu í flokki leikskólabarna.  Verðlaunin fengu þau fyrir smásöguna Sóley og ofurhetjan.

Tilefni keppninnar er Alþjóðadagur Kennara sem er haldin hátíðlegur um allan heim 5. Október ár hvert. Markmið hans er að vekja athygli á starfi kennara og fjölbreyttu skólastarfi. 

Í umsögn dómnefndar segir; "Sóley og ofurhetjan er saga um sterkustu konu á Íslandi. Í aðeins örfáum línum tekst höfundinum að vísa í Línu langsokk, gamalt ævintýri og sögur af ofurhetjum nútímans og í sameiningu bjarga persónurnar allri plánetunni, sem er auðvitað mikilvægasta verkefnið sem jarðarbúar dagsins í dag standa frammi fyrir. Þetta er virkilega hressandi örsaga!"

Hér má svo lesa verðlauna söguna.

Sóley og ofurhetjan

Einu sinni var Sóley, sterkasta kona á Íslandi og hún gat lyft öllu sem var til, t.d. mjög þungum lóðum og HÚSI!!

Hún var lögga, þá kom vond kona sem þóttist vera gömul kona og gaf Sóleyju eitrað epli, en Sóley dó ekki af því að það kom góð ofurhetja og bjargaði henni. Og Sóley og ofurhetjan unnu saman við að bjarga allri plánetunni.  

 

 

Sigurvegararnir þrír.  Myndin er aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.