Skip to main content

Sorp urðað á ný í landi Tjarnarlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. sep 2011 10:49Uppfært 08. jan 2016 19:22

sorpurdun_tjarnarland.jpgUrðun á almennu sorpi frá íbúum og fyrirtækjum á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og í Fljótsdalshreppi hófst að nýju á Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá í vikunni.

 

Urðað var á Tjarnarlandi fram í júlí 2009. Þá slitnaði upp úr samstarfinu og var sorpið fyrst urðað á Þernunesi í Reyðarfirð og síðar á Heydalamelum í Breiðdal. Bæði svæðin komu til greina þegar leitað var að nýju svæði í sumar. Bæjaryfirvöld á báðum stöðum tóku jákvætt í erindi Fljótsdalshéraðs en umhverfisráðuneytið hafnaði frekari urðun í Breiðdal.

Í frétt á vef Fljótsdalshéraðs segir að gangi allar áætlanir eftir verði sorp Héraðsbúa, Seyðfirðinga og „og jafnvel íbúa nágrannasveitarfélaga“ urðað á Tjarnarlandi í framtíðinni. Talið er að þar sé nægt land til að urða allt almennt sorp á svæðinu næstu áratugina.