Sorp urðað á ný í landi Tjarnarlands

sorpurdun_tjarnarland.jpgUrðun á almennu sorpi frá íbúum og fyrirtækjum á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og í Fljótsdalshreppi hófst að nýju á Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá í vikunni.

 

Urðað var á Tjarnarlandi fram í júlí 2009. Þá slitnaði upp úr samstarfinu og var sorpið fyrst urðað á Þernunesi í Reyðarfirð og síðar á Heydalamelum í Breiðdal. Bæði svæðin komu til greina þegar leitað var að nýju svæði í sumar. Bæjaryfirvöld á báðum stöðum tóku jákvætt í erindi Fljótsdalshéraðs en umhverfisráðuneytið hafnaði frekari urðun í Breiðdal.

Í frétt á vef Fljótsdalshéraðs segir að gangi allar áætlanir eftir verði sorp Héraðsbúa, Seyðfirðinga og „og jafnvel íbúa nágrannasveitarfélaga“ urðað á Tjarnarlandi í framtíðinni. Talið er að þar sé nægt land til að urða allt almennt sorp á svæðinu næstu áratugina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.