Ösp brotnaði í veðrinu og skemmdi bíl

osp_solvellir_ovedur.jpg
Stóreflis ösp brotnaði á Egilsstöðum í óveðrinu í gærkvöldi og skemmdi bifreið og íbúðarhús. Húsráðandi segir það hafa verið ógurlega skruðninga þegar öspin fór af stað.

„Þetta var stór ösp, sem búið var að taka börkinn af og verið að drepa, úr garði nágrannans sem brotnaði og féll á bílinn og þakskeggið,“ segir Guttormur Kristmannson, íbúi á Sólvöllum 8 á Egilsstöðum.

Hann segir atvikið hafa gerst um klukkan hálf tólf í gærkvöldi. „Þetta voru ógurlegir skruðningar.“ Tjónið hefur ekki verið metið en Guttormur segir það „ekkert rosalega mikið.“

Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar mældust vindhviður upp á 30 m/s á Egilsstöðum í gærkvöldi. Vindurinn gekk niður fljótlega eftir miðnættið. Áfram hefur lægt síðan. Innanlandsflug hófst á ný eftir hádegið en það hafði legið niðri í sólarhring.

Öspin á leigubílnum í morgun. Mynd: Guttormur Kristmannsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar