Skip to main content

Sprengjuhótun hjá Alcoa

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. mar 2012 15:44Uppfært 08. jan 2016 19:22

alcoa_eldur3_web.jpg
Lögreglunni á Eskifirði barst um miðjan janúar hótun um sprengju hjá Alcoa Fjarðaáli. Fljótlega kom í ljós að um gabb var að ræða. Málið er samt litið alvarlegum augum.

Frá þessu er greint í DV í dag. Hótunin var send í tölvupósti úr tölvu sem staðsett er í álverinu. Margir hafa aðgang að henni en ekki hefur verið hægt að rekja sendinguna til ákveðins aðila. Tölvan hefur verið í notkun allan tíman.

Lögreglan brást snöggt við hótuninni en fljótlega kom í ljós að um gabb var að ræða. Haft er eftir Elvari Óskarssyni, hjá lögreglunni á Eskifirði, að málið hafi verið litið alvarlegum augum. Þótt rannsóknin hafi ekkert leitt í ljós á sínum tíma sé því ekki lokið. 

„Það er á þeim punkti að það er ekkert endilega unnið frekar í því í bili. En öll mál í landinu eru þannig að þau eru tekin upp aftur komi eitthvað nýtt fram sem breytir þeim.“

Í október árið 2006 voru skrifstofur Alcoa á Reyðarfirði rýmdar eftir að sprengjuhótun barst í gegnum síma. Símtalið var rekið til auðs skrifstofuhúsnæðis erlendis. Engin sprengja fannst við leit.