Skip to main content

Sérgreinalæknar frá Landsspítalanum manna heilsugæslustöðina á Eskifirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. feb 2010 16:25Uppfært 08. jan 2016 19:21

Sérgreinalæknar, sem meðal annars hafa þjónað Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN) í um tíu ár, manna heilsugæslustöðina á Eskifirði. Sá háttur verður hafður á þar til varanlegri lausn finnst.

 

ImageÞetta kemur fram í dreifibréfi sem yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð (FSN) sendi frá sér í vikunni. Hana mynda Valdimar Már Hermannsson, Lilja Aðalsteinsdóttir og Björn Magnússon, Neskaupstað.

Auglýstar hafa verið stöður tveggja heilsugæslulækna í Fjarðabyggð. Sérgreinalæknarnir þjóna á Eskifirði að sinni og á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði eru heilsugæslulæknar frá öðrum starfsstöðvum innan HSA í bland með unglækna annars staðar frá. Þórarinn Baldursson, heilsugæslulæknir á Reyðarfirði, er kominn aftur úr veikindaleyfi en hann sinnir aðallega hjúkrunarheimilunum Hulduhlíð og Uppsölum.

„Að sjálfsögðu er það fyrsti valkostur að fastráða til Fjarðabyggðar lækna sem hafa fasta búsetu í sveitarfélaginu en þangað til úr rætist verður mannað með ofangreindum hætti. „

Þrjár ljósmæður sinna mæðravernd og foreldrafræðslu í Fjarðabyggð. Gert er ráð fyrir að einnig verði hægt að sinna heimaþjónustu við nýorðnar mæður síðar á árinu.

Fjórir hjúkrunarfræðingar sjá um hjúkrunarþjónustu í Fjarðabyggð auk 3ja árs nema í hjúkrunarnámi sem áfram sinni skólahjúkrun á Eskifirði. Að minnsta kosti einn sjúkraliði sinnir heimahjúkrun við Heilsugæsluna í Fjarðabyggð og lífendafræðingar frá FSN sinna Heilsugæslunni eftir þörfum.