Sérgreinalæknar frá Landsspítalanum manna heilsugæslustöðina á Eskifirði

Sérgreinalæknar, sem meðal annars hafa þjónað Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN) í um tíu ár, manna heilsugæslustöðina á Eskifirði. Sá háttur verður hafður á þar til varanlegri lausn finnst.

 

ImageÞetta kemur fram í dreifibréfi sem yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð (FSN) sendi frá sér í vikunni. Hana mynda Valdimar Már Hermannsson, Lilja Aðalsteinsdóttir og Björn Magnússon, Neskaupstað.

Auglýstar hafa verið stöður tveggja heilsugæslulækna í Fjarðabyggð. Sérgreinalæknarnir þjóna á Eskifirði að sinni og á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði eru heilsugæslulæknar frá öðrum starfsstöðvum innan HSA í bland með unglækna annars staðar frá. Þórarinn Baldursson, heilsugæslulæknir á Reyðarfirði, er kominn aftur úr veikindaleyfi en hann sinnir aðallega hjúkrunarheimilunum Hulduhlíð og Uppsölum.

„Að sjálfsögðu er það fyrsti valkostur að fastráða til Fjarðabyggðar lækna sem hafa fasta búsetu í sveitarfélaginu en þangað til úr rætist verður mannað með ofangreindum hætti. „

Þrjár ljósmæður sinna mæðravernd og foreldrafræðslu í Fjarðabyggð. Gert er ráð fyrir að einnig verði hægt að sinna heimaþjónustu við nýorðnar mæður síðar á árinu.

Fjórir hjúkrunarfræðingar sjá um hjúkrunarþjónustu í Fjarðabyggð auk 3ja árs nema í hjúkrunarnámi sem áfram sinni skólahjúkrun á Eskifirði. Að minnsta kosti einn sjúkraliði sinnir heimahjúkrun við Heilsugæsluna í Fjarðabyggð og lífendafræðingar frá FSN sinna Heilsugæslunni eftir þörfum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.