Staðfestu skipulagsbreytingar vegna nýrrar frístundabyggðar að Eiðum
Skipulagsstofnun staðfesti nýverið breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs sem gerð var vegna áforma um 65 hektara frístundabyggð við Eiða.
Þannig er nú svæðið undir frístundabyggðina, sem mun telja 50 frístundalóðir til einkanota, formlega staðfest sem slíkt en þar að auki er nýtt inni á skipulaginu 1,6 hektara efnistökusvæði við Fljótsbakka með leyfi upp að 30 þúsund rúmmetrum.
Frístundabyggðin er ein margra hugmynda sem eigendur Eiða hafa gengið með í kollinum frá kaupum á jörðinni 2021. Frístundabyggðin fyrst og fremst hugsuð sem langtímaverkefni en eigendurnir vilja gjarnan auka líf á staðnum til langframa.
Á meðfylgjandi mynd frá LOGG ehf. má sjá mörk nýja frístundasvæðisins sem er í hálfgerðum boga og er að hluta til örskammt frá orlofshúsum BRSB sem sjá má neðarlega til vinstri.