Stapi niðurfærir kröfu í Straum

Krafa Stapa lífeyrissjóðs í þrotabú Straums Burðaráss hefur verið færð niður að fullu í ársreikningum félagsins. Óvíst er um afdrif hennar en hún hefur þó nokkur áhrif á afkomu sjóðsins.

 

stapi_logo.jpgSeinasta sumar varð ljóst að gleymst hafði að lýsa kröfunni í búið fyrir tilsettan tíman. Síðan hefur verið unnið að því að fá kröfuna, sem er upp á 4,4 milljarða króna, samþykkta. Ekki er ljóst hvort hún komist að. Í skýrslu stjórnar segir að vegna þeirrar miklu óvissu sem ríki um afdrif kröfunnar þyki ekki annað verjandi en að færa hana niður að fullu sem skerðir tryggingafræðilega stöðu sjóðsins um 1-2%.

Afkoma Tryggingadeildar Stapa var slök annað árið í röð og í skýrslunni segir að tryggingafræðileg staða deildarinnar sé erfið. Rekstur safna Séreignardeildar gekk á móti vel. Enn er óljóst um mat á afleiðslusamninga sem sjóðurinn gerði við gömlu íslensku viðskiptabankana þrjá og niðurstaða þess getur haft nokkur áhrif á sjóðinn.

Ársfundur sjóðsins verður haldinn í Mývatnssveit á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar