Starfsemi með eðlilegum hætti með eftir samninga

Um miðnætti í nótt var skrifað undir nýja kjarasamninga milli samninganefndar sveitarfélaga og bæjarstarfsmanna innan BSRB. Þar með var boðuðum verkföllum aflýst.

Félagsmenn í Félagi opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) og Starfsmannafélagi Fjarðabyggðar voru meðal þeirra sem samþykkt höfðu verkfallsaðgerðir. Þær hófust vissulega á miðnætti en voru skammvinnar.

Aðgerðirnar hefðu haft áhrif á leik- og grunnskóla, bókasöfn, íþróttamiðstöðvar og bæjarskrifstofur um allt Austurland. Þjónusta þessara staða verður hins vegar með óbreyttu sniði.

Þá skrifaði samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sem AFL starfsgreinafélag er aðili að, á föstudag undir nýjan samning við ríkið. Samningurinn gildir til 31. mars 2023.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar