Starfsmannaþorpið skal farið fyrir 2014
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt áætlun um að starfsmannaþorp Alcoa Fjarðaáls að Hrauni í Reyðarfirði verði fjarlægt fyrir 31. desember 2013.
„Það hefur dregist hjá þeim af ýmsum ástæðum að fjarlægja þetta þorp en nú er komin ákveðin áætlun sem við teljum að geti gengið eftir,“ sagði bæjarstjórinn Páll Björgin Guðmundsson þegar málið var tekið fyrir í bæjarstjórn fyrir skemmstu.
Gefinn er frestur til haustsins 2013 að fjarlægja búðirnar en gert er ráð fyrir að þær verði horfnar í árs 2013. Fyrirtækið ber ábyrgð á verkinu. Veitt er stöðuleyfi þangað til.
Síðasta haust var veitt stöðuleyfi til 1. maí 2012 en fyrri þann tíma átti að liggja fyrir tímaáætlun um hvernig þorpið yrði fjarlægt fyrir árslok.
Búðirnar voru reistar árið 2004 til að hýsa þá starfsmenn sem unnu að byggingu álversins. Síðan hafa þær staðið yfirgefnar og lítið gengið að selja þær eða finna þeim nýtt hlutverk. Meðan mest var dvöldust um 1.600 manns þar.