Starfsmenn mjölverksmiðju Eskju: Hefur þetta fólk nokkru sinni stigið um borð í skip?

eskifjordur_eskja.jpg
Starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Eskju furða sig á upphrópun ýmissa álitsgjafa gegn sjávarútvegsfyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Þeir skora á ríkisstjórn Íslands að draga til baka frumvörp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

„Við sem störfum í uppsjávarfyrirtækjum þekkjum vel þær sveiflur sem hafa verið í áratugi í uppsjávarveiðum. Það er algjörlega óásættanlegt fyrir okkur að þegar að vel árar ætli ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms að skattleggja 70% alls arðsins og þar með taka út möguleika fyrirtækjanna að fjárfesta, byggja upp og hækka laun,“ segir í ályktun sem starfsmennirnir hafa sent frá sér.

Þeir segja frumvörpin „aðför að lífskjörum fólks á landsbyggðinni“ sem starfi í sjávarútvegi og tengdum greinum. 

„Stjórnvöld og fylgisfólk þeirra verður að átta sig á því að bak við þessi fyrirtæki eru þúsundir starfsmanna og fjölskyldur þeirra sem treysta á að öryggi sé í rekstri og launaþróun. Upphrópanir og öfgar bloggara og annarra álitsgjafa gegn fyrirtækjunum og starfsfólki þeirra eru þeim til skammar og lýsa best fáfræði þeirra. Veltum við hér í verksmiðjunni fyrir okkur hvaða hvatir liggi að baki og hvort þetta fólk hafi nokkru sinni stigið um borð í skip, inní fiskvinnslu eða fiskimjölsverksmiðju.“

Lögð er áhersla á að allir tapi á frumvörpunum: „við starfsmenn, bloggarar, álitsgjafar og almenningur allur.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.