Stefanía Kristins stýrir nýju héraðsfréttablaði

stefania_kristinsdottir.gif
Stefanía G. Kristinsdóttir verður ritstjóri héraðsfréttablaðsins Austurlands sem hefur göngu sína í byrjun september. Blaðið tilheyrir keðju sem gefur út átta staðarfréttablöð.

Blaðið verður fríblað og dreift í öll hús frá Hornafirði til Vopnafjarðar. Útgáfutíðnin hefur ekki enn verið ákveðin en stefnt er að því að blaðið komi út á tveggja vikna fresti í framtíðinni. Fyrsta blaðið kemur út fimmtudaginn 6. september.

Það verður gefið út af útgáfufélaginu Fótspori, sem hefur aðsetur sitt í Mosfellsbæ og prentað í Ísafoldarprentsmiðju. Ámundi Ámundason er framkvæmda- og auglýsingastjóri Fótspors sem gefur út átta svæðisfréttablöð.

Stefanía hefur undanfarna mánuði verið framkvæmdastjóri ráðgjafaþjónustunnar Einurðar en var áður framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands, verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Austurlands og Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands.

Stefanía hefur verið virk í ýmsu félagsstarfi. Hún er formaður Samfylkingarinnar á Egilsstöðum og situr í stjórn Tengslanets Austfirskra kvenna. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar